Frá Torfufelli í Eyjafirði að fjallaskálanum í Laugafelli.
Þetta er greiðasta og fljótasta leiðin úr byggð að Laugafelli.
Gróðursælt er við skálann í Laugafelli. Hér er syðsti hagi norðan Sprengisands. Hann er að vísu ekki beittur lengur, því að hestamenn nota alltaf hey á fjöllum til að hlífa gróðri. Laugarnar eru þrjár, 40-50 gráðu heitar. Þjóðsagan segir, að Þórunn á Grund hafi flúið Svartadauða með fólks sitt að Laugafelli og beðið þess, að sóttinni linnti. Sagt er, að hún hafi látið gera fyrstu jarðhitalaugina og má vera, að enn sjáist leifar hennar í gili ofan við núverandi laug. Hestamönnum finnst jafnan gott að komast í laugina eftir langa dagleið sunnan um svarta anda til þessarar vinjar í norðurbrún eyðimerkurinnar.
Byrjum á þjóðvegi 821 við Torfufell í Eyjafirði. Förum suður með grýttum fjallveginum inn Eyjafjarðardal og bratt upp úr dalbotninum á Nýjabæjarafrétt og suður eftir henni. Slóðin beygir svo suðvestur um Geldingsárdrög og Lambalækjardrög að fjallaskálanum í Laugafelli og Hjörvarsskála í 750 metra hæð.
39.0 km
Eyjafjörður
Skálar:
Laugafell : N65 01.703 W18 19.934.
Hjörvarsskáli: N65 01.636 W18 19.926.
Jeppafært
Nálægir ferlar: Hofsafrétt.
Nálægar leiðir: Nýjabæjarfjall, Vatnahjalli, Eystripollar, Kiðagil.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort