Laugavegur á Löngufjörum

Punktar

“Þetta er eins og á Laugaveginum”, sagði félagi minn. Hestaferðamenn hafa fjölmennt á Löngufjörum. Við hittum hestarekstur á Stóra-Hrauni. Hann var að fara í Skógarnes, við í Haffjarðareyjar og urðum að setja hálftíma bil milli hópanna. Annan dag hittum við rekstur í Syðra-Skógarnesi. Fjórða reksturinn hittum við á Straumfjarðarfjörum, hinn fimmta á Krossi, hinn sjötta í Görðum og rétt misstum af hinum sjöunda á Búðum. Lagni og góða forreið þarf til að rugla lausum hestahópum ekki saman. Ég lenti í slíku undir Svarfhólsmúla fyrir áratug. Tvo tíma tók að skilja hópana sundur.