Launafólk gabbað

Punktar

Landsframleiðsla á mann hefur tvöfaldast á aldarfjórðungs fresti. Kröfur sumra til lífsins aukast eitthvað á móti. Fólk telur sig þurfa flatskjá, stærri bíl, nýja íbúð. Hjá hinum, sem ekki auka kröfurnar, ætti fjármagn að vera tvöfalt meira en var fyrir aldarfjórðungi. Nægjusöm hjón, sem bæði unnu úti árið 1980, ættu nú aðeins að þurfa eina fyrirvinnu. Nægjusamur einstaklingur, sem vann fulla vinnu árið 1980, ætti að geta látið sér nægja hálfa vinnu nú. Augljóst er, að þróunin hefur ekki verið þessi. Á leiðinni hefur hluta landsframleiðslu verið stolið undan skiptum til launafólks.