Launárskarð

Frá Þorvaldsstöðum í Norðurdal um Launárskarð til Tungu í Fáskrúðsfirði.

Förum frá Þorvaldsstöðum austur Hvolpastíg um Geldingsmúla. Síðan til norðurs vestan í Þórusfjalli og beygjum til austurs inn Launárdal. Förum þaðan austnorðaustur í Launárskarð í 860 metra hæð. Þaðan austnorðaustur í Tungudal á leiðina um Reindalsheiði og loks austur að Tungu og að þjóðvegi 96 í Fáskrúðsfirði.

6,5 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Vatnsdalur, Stafdalur, Reindalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Breiddalur.is