Launastríð seðlabankastjórans

Punktar

Már Guðmundsson seðlabankastjóri er heltekinn af launum sínum. Lætur ekkert tækifæri ónotað til að vekja athygli á ósanngirni forsætis. Birtir tölvubréf til stuðnings kröfu sinni. Ég hef aldrei skilið málið. Finnst hann ekki vera eftirsóknarverður seðlabankastjóri, höfundur gömlu peningastefnunnar. Hefði talið nær, að gagnrýnandi hennar yrði valinn. Samfylkingin tróð þessum inn og virðist hafa lofað honum hærra kaupi. Kemst ekki upp með það, samfélagið segir nei. Legg til, að hann verði látinn fara vegna ágreinings um laun. Og að lokum áminning til pólitíkusa: Það borgar sig til lengdar að segja satt.