Gott er að geta skipt um skoðun, nema það sé gert frá degi til dags eftir hentugleikum. Það ber vott um lausagang í skoðunum. Hrifning af eigin texta leiðir höfundinn í nærtækustu orð hverju sinni, þótt þau séu andstæð orðum gærdagsins. Einn daginn segir Brynjar Níelsson, að þjóðkirkjan sé ekki ríkisrekin. Næsta dag segir sami Brynjar, að þjóðkirkjan sé ein mikilvægra stofnana ríkisins. Talar eins og lögmaður, sem ver einn skjólstæðing í dag og annan á morgun. Lögmenn hafa atvinnu af slíku, en hjá pólitíkusi er þetta handvömm, sem grínistar taka eftir. Blogg er ekki bara taktík, Brynjar.