Pattstaðan í stjórnarmyndun ætti að leiða til nýrra leiða, svipað og flokkar hafa gert á Norðurlöndum. Þar eru flokkar margir og samstarf flókið. Með lausnamiðaðri hugsun er hægt að fara slíkar leiðir hér. Píratar hafa lengdi hvatt til þess og í dag tóku Katrín Jakobsdóttir og Benedikt Jóhannsson undir það. Flokkarnir verða að fara að hugsa um, hverju þeir þurfi að fórna á einu sviði til að sækja fram á öðru sviði. Áhugamálin eru misjafnlega sterk. Nú liggur mest á að finna fleti á niðurstöðum fjárlaga. Fyrir hvaða útgjöld þarf að sækja hvaða tekjur. Forsetinn á ekki að láta taka sig á taugum, heldur gefa flokkunum þann tíma, sem þeir þurfa.