Leðjuslagur bankstera

Punktar

Forstjóri Borgunar og bankastjóri Landsbankans vönduðu hvor öðrum ekki kveðjur í gærkvöldi. Steinþór Pálsson segir Erlend Magnússon og félaga hafa logið um stöðu Borgunar. Erlendur segir Steinþór ljúga þessu. Báðir tapa. Steinþór rekur risabanka með hjálp ótal silkihúfna. Samt tekst þeim ekki að sjá það, sem allir áttu að sjá. Eða þá, að þeir vildu ekki sjá það, vegna þess að Engeyingar áttu í hlut. Bankastjórinn og ofurlaunahirðin segjast raunar vera fífl. Erlendur kann svo ekki að skammast sín, hafði milljarða af bankanum, líklega með broti á upplýsingaskyldu. Leðjuslagur bankstera á okkar kostnað endar svo í Hæstarétti. Dæmigerð einkavæðing, grillað og grætt.