Leggjum Hæstarétt í járn

Punktar

Ný stjórnarskrá þarf að taka á ýmsum grundvallaratriðum siðfræðinnar, þar á meðal þeim, sem Hæstiréttur skilur ekki. Stjórnarskráin þarf að banna mútur, svo að Hæstiréttur geti ekki lengur leyft mútur. Stjórnarskráin á að banna þjófnað, svo að Hæstiréttur geti ekki lengur leyft þjófnað. Stjórnarskráin verður að banna aðgerðaleysi í embætti, svo að Hæstiréttur geti ekki leyft algeran svefn í embætti. Stjórnarskránni ber að banna allan útúrsnúning á þjóðareign auðlinda, svo að Hæstiréttur geti ekki snúið út úr henni. Í stóru og smáu þarf ný stjórnarskrá að hindra undanbrögð og lagatækni Hæstaréttar.