Leið til jafnvægis

Punktar

Til að draga úr tapi á ríkissjóði, þarf einkum að gera þrennt. Setja aftur inn álagið á auðlindarentuna, sem nýr stjórnarmeirihluti tók út. Setja aftur inn eðlilegan vask á ferðaþjónustu, sem nýr stjórnarmeirihluti tók út. Lækka greiðslur til hefðbundins landbúnaðar og vinnslu búvöru. Hins vegar má ekki lækka enn útgjöld til heilbrigðismála, sem áður var búið að skera inn að beini. Velferð verður ekki minnkuð meira, fyrr verður að draga úr fitunni hjá gæludýrum stjórnvalda. Hjá þeim, sem borguðu kosningabaráttu Framsóknar og sjálfstæðis. Fyrstu verk stjórnarinnar auka vandann, en minnka hann ekki.