Leiðari

Hestar

Markaður

Í þessu tölublaði Eiðfaxa er skrifað um heiðursverðlaunahestana fjóra frá landsmótinu í sumar og bent á þær athyglisverðu staðreyndir, að ekki er fullbókað fyrir hryssur hjá þremur þeirra og að sjá fjórði stendur tæpt í frjósemi. Þetta er liður í viðleitni Eiðfaxa að gera öllum aðgengilegar á prenti ýmsar upplýsingar, sem hinir innvígðu tala um. Sjáið bls. 8-9.

Hesthús

Hesthús eru í smíðum og endurnýjun þessa dagana. Í Víðidalnum hafa hús verið tekin og nánast rifin niður fyrir gólf til að geta byggt nýtt hús á sama stað. Í þessu tölublaði Eiðfaxa eru heimsóttir nokkrir aðilar á höfuðborgarsvæðinu, sem standa í nýbyggingum og endurbyggingum. Forvitnast er um, hvaða leiðir þeir fari. Þetta er forvitnilegt fyrir þá, sem eru að velta fyrir sér breytingum. Sjáið um framkvæmdir á bls. 16-22.

Útlönd

Við segjum ykkur fréttir frá útlöndum í þessu tölublaði Eiðfaxa. Á bls. 26-28 er sagt frá kynbótasýningunni í Bandaríkjunum, á bls. 23-24 er sagt frá íslenzkum hestum á Írlandi og á bls. 54-58 eru viðtöl við kunna ræktunarmenn í Þýzkalandi. Við höfum gagn og gaman af að lesa um, hvernig farið er að hlutunum á stöðum, sem okkur eru ekki eins aðgengilegir og heimahagarnir.

Tamningar

Nokkrir þekktir knapar, innlendir og erlendir, fjalla í þessu tölublaði um vilja, hvernig hægt er auka hann og draga úr honum eftir aðstæðum. Þeir, sem fjalla um þetta í blaðinu eru Sigurbjörn Bárðarson, Sigurður Marínusson, Páll Bragi Hólmarsson, Stian Petersen, Alexandra Montan, Jolly Schrenk og Guðmar Þór Pétursson. Hvernig leysa þekktir reiðmenn vanda, sem er algengur í hestum manna. Sjáið bls. 34-40.

Ræktun

Mikið er um ræktun í þessu nýja tölublaði eins og jafnan áður. Fjallað er um heiðursverðlaunahesta ársins. Einnig er fjallað sérstaklega um stóðhestana Stíg frá Kjartansstöðum, sjá bls. 41-43 og Þorsta frá Garði, sjá bls. 44-45. Þá er rakið í blaðinu, hve mikið hver kynbótadómari hefur dæmt á árinu og hvaða kröfur eru gerðar til kynbótadómara, sjá bls. 14-15.

Fjölbreytni

Margt fleira er í þessu blaði, til dæmis greinar um ferðalög, viðtöl við þekkta hestamenn og fjallað um, hvaða hestatryggingar koma til greina. Þetta blað er gott dæmi um, að víða er komið við í hverju tölublaði Eiðfaxa, fjallað er um nánast öll áhugasvið hestamennskunnar hverju sinni.

Jónas Kristjánsson

Eiðfaxi 9.tbl. 2004