Leiðinlegir leiðtogar

Punktar

Milda þjóðremban, sem einkennir stjórnmál hér á landi, hefur enn birzt okkur í bók, sem ríkisvaldið gefur út, af því að markaðshagkerfið veit, að hún selst ekki. Bókin segir okkur, að forsætisráðherrar landsins á síðustu öld hafi allir verið góðir, en Hannes Hafstein og Davíð Oddsson þeirra beztir. … Montið er viðkunnanlegur stíll fráfarandi forsætisráherra, vel metinn af þjóðinni. Hann reisti sér monthús fyrir borgina í Tjörninni og innréttaði sér monthús í gamla Landsbóksafninu. Ráðhúsið og Þjóðmenningarhúsið voru, eins og nýja bókin er, birtingarmyndir hins roggna stjórnarfars. …