Höfundar bókarinnar um Nyhedsavisen átta sig ekki á tveimur stærstu göllum blaðsins. Í fyrsta lagi gekk íslenzka módelið ekki upp. Dreifing í hús er flóknari í Danmörku en á Íslandi. Fleiri búa þar í fjölbýlishúsum, þar sem gilda strangar reglur um dreifingu á frípósti. Nyhedsavisen neyddist að hluta til að dreifa eins og önnur fríblöð og þá var sérstaðan fokin. Í öðru lagi var danska framlagið, ritstjórnin, alveg misheppnað. Nyhedsavisen var frámunalega leiðinlegt blað sterílt með eindregnum langhundum. Ég nennti aldrei að lesa það. Höfundar bókarinnar eru lélegir dómarar í eigin sök.