Frá Lakavegi 206 sunnan Stórhóls um fjallaskálana Leiðólfsfell, Hrossatungur og Blágil að Lakavegi 206 við Tjaldgil.
Leiðólfsfell er stakt og vel gróið fjall á Landbrotsafrétti. Mikill gróður er umhverfis það. Landnáma segir, að þar hafi Leiðólfur kappi haft bú á Leiðólfsstöðum “og var þar margt byggða”. Engar minjar sjást um hana.
Byrjum á Lakavegi um þremur kílómetrum sunnan við Eintúnaháls. Þar er þverleið til vesturs, fær jeppum. Við förum þá leið beint vestur fyrir sunnan Skálasker og fyrir norðan Innra-Hrútafjall, síðan vestur um Hellnamýri að norðurhlíðum Kanafjalla. Áfram vestur á milli Hraunsenda að norðanverðu og Hraunfellsaxlar að sunnanverðu. Þaðan norðvestur yfir Hellisá að Leiðólfsfelli. Förum vestur fyrir fellið að fjallaskálanum Leiðólfsfelli. Þaðan norður um Sæmundarsker að Fremra-Grjótárhöfði og síðan norðaustur og norður um Hrossatungur að samnefndum fjallaskála. Áfram norðaustur að vegamótum, þar sem við förum austur að fjallaskálanum í Blágili og áfram norðaustur að Lakavegi 206 við Tjaldgili.
37,5 km
Skaftafellssýslur
Skálar:
Leiðólfsfell: N63 51.967 W18 29.015.
Hrossatungur: N63 57.577 W18 23.727.
Blágil: N63 58.001 W18 19.315.
Jeppafært
Nálægar leiðir: Laki, Lakagígar.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson