Leiðrétt til ríkra

Punktar

Komin er í ljós niðurstaða gamals kosningaloforðs Framsóknar og Sjálfstæðis um 300 milljarða LEIÐRÉTTINGU. Tilfærslu fjármagns frá erlendum hrægammasjóðum til íslenzkra húsnæðisskuldara. Tilfærslan nam þó bara 72 milljörðum og var ekki frá hrægömmum, heldur íslenzkum fátæklingum. Samanlögð skerðing barna- og vaxtabóta nemur um 57,7 milljörðum króna á núvirði. Leiðréttingin rann ekki til almennings, heldur 86% til hærri tekjuhópa. Niðurfærsla verðtryggðra fasteignalána var að mestu millifærsla frá tekjulágum til tekjuhárra, studd af helmingi kjósenda. Leiðrétting til ríkra kallast jafnrétti á máli tjúllaðra nýfrjálshyggjugaura.