Ljótt er að „leiðrétta forsendubrest“. Ríkissjóður og skattgreiðendur hafa ekki efni á skuldareddingum, ráða hreinlega ekki við þær. Slíkar leiðréttingar taka aldrei enda. Ætíð kemur í ljós, að einhverjir hafi verið skildir eftir. Hefur rækilega komið í ljós í kjölfar hrunsins. Einkum núna, þegar hátekjufólk fær meiri leiðréttingu en aðrir. Næst verður farið að leiðrétta forsendubrest, er hlutabréf hrynja óvænt í verði. Skattgreiðendur mega hins vegar reyna að halda uppi velferð. Gera fólki kleift að lifa, þótt það hafi lent í elli, sjúkdómum, örorku, háskólanámi og annarri fátækt. Tekst sýnilega ekki þessa daga. Velferð fátækra hrynur meðan ríkið stundar siðlausar skuldareddingar fyrir hátekjufólk.