Leiðsögn út í hött

Veitingar

Skrítin eru ráð leiðsögumanna um veitingahús í ýmsum borgum og bæjum. Þær birtast til dæmis í auglýsingabæklingi Flugleiða, Mín borg, sem borinn var í hús til mín. Þegar ég hef verið á ferðastöðum við Miðjarðarhafið, hef ég tekið eftir, að sumir íslenzkir leiðsögumenn þjóna matsölustöðum, taka prósentur af Íslendingaveltu. Í Madonna um daginn var reynsla mín af veitingum þveröfug við ráð leiðsögumanna. Með samanburði á dómum erlendra dagblaða og ábyrgra leiðsögubóka á borð við Michelin, Gault-Millau og Zagat, sé ég, að ráðin í bæklingi Flugleiða eru flest út í hött.