Stjórnsýslan heldur ekki utan um bréf og gögn. Landbúnaðarráðuneytið leigði þremur sömu lóðina í landi Garðyrkjuskólans. Bréf frá þér lenda í svartholi. Þau týnast bara. Þau eru ekki áframsend, ef þau eiga að fara á annan stað. Í Evrópu er allt slíkt undir kontról. Ég sendi þýzku ráðueyti bréf, sem það sendi áfram á réttan stað og sendi mér tilkynningu um það. Þýzk reglufesta er ofvaxin íslenzkri stjórnsýslu. Flestir íslenzkir kontóristar eru pólitísk kvígildi. Slíkt er lítt þekkt í Norður- og Vestur-Evrópu. Þurfum aðild að Evrópu til að losna úr viðjum ónýtrar stjórnsýslu. Það óttast Jón Bjarnason.