Vefþjóðviljinn vitnar mjög í Robert C. Balling Jr, Roger Bate, Richard Lindzen, Patrick J. Michaels, Nils-Axel Mörner og Fred Singer. Þetta eru leigupennar hjá stofnunum á borð við George C. Marshall Institute, The Cato Institute, The American Enterprise Institute, Competitive Enterprise Institute og The International Policy Network. Þær eru reknar á kostnað auðhringsins Exxon, sem ákaft grefur undan kenningum vísindamanna og Sameinuðu þjóðanna um gróðurhúsaáhrif af mannavöldum. Þótt þeir hafi vísindagráður eru þeir leigupennar á vegum sjálfs yfirsóða hnattarins.