Leikhús borgarafundar

Punktar

Hætt var við borgarafund George W. Bush Bandaríkjaforseta með þýzkum almenningi í einu ráðhúsa Þýzkalands. Bush vildi, að enginn andstæðingur væri á fundinum og að eingöngu yrði spurt þægilegra spurninga, sem Bandaríkjamenn ætluðu sjálfir að semja fyrirfram. Þjóðverjar sögðust þá ekki geta búið til falsaðan borgarafund og því var málið látið niður falla á síðustu stundu. Spiegel segir frá þessu í dag. Bandarískt lýðræði er blandað hræsni af þessu tagi, sem Bandaríkjamenn virðast sætta sig við, en fer ekki eins vel í Evrópumenn.