Leiktjöld í Pétursborg

Punktar

Erlendum mikilmennum hefur verið boðið að taka þátt í hátíð í tilefni af 300 ára afmæli Sankti Pétursborgar í Rússlandi í næstu viku. Til þess að þeir sjái ekki eymd borgarbúa hefur verið reistur tveggja metra hár veggur og tæplega tíu kílómetra langur, frá flugvellinum til borgarinnar. Svoleiðis veggir voru einu sinni kallaðir Pótemkin-tjöld. Byggingar, sem eru að hruni komnar, eru klæddar veggspjöldum. Kveikt var í garði Ekaterinu Mikailovu, svo að mikilmennin þurfi ekki að sjá tómata hennar og geitur úr gluggum Konstantinovsky-hallar. Allt er þetta gert til að sýnast fyrir umheiminum. Nick Paton Walsh segir frá þessu í Guardian.