Leirá

Frá Helgaskála á Hrunamannaafrétt upp með Leirá í Leppistungur á Hrunamannaafrétt.

Þessi leið er að mestu á leið, sem ekki er fær jeppum. Góðar reiðgötur eru víða í Leirárdal og Frægðarveri.

Förum frá Helgaskála norður með Geldingafelli að vestanverðu og Leirá og Stóraversöldu að austanverðu. Síðan áfram norður með ánni í Frægðarver milli Frægðarvershnúks og Frægðarversöldu að austanverðu og Miklualdar að vestanverðu. Síðan stutt norður að Illaveri og áfram norður með Skyggni austanverðum að jeppaslóð nálægt Sandá í Leppistungur. Fylgjum þeirri slóð norðaustur á leiðarenda.

28,9 km
Árnessýsla

Skálar:
Helgaskáli: N64 17.182 W19 53.594.
Leppistungur: N64 31.933 W19 29.046.

Nálægir ferlar: Laxárgljúfur, Fjallmannaleið, Ísahryggur, Hrunamannaafréttur, Miklumýrar.
Nálægar leiðir: Svínárnes, Svínárbotnar, Skyggnisalda, Sandá, Rjúpnafell, Klakkur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort