Frá Leirárgörðum í Leirárdal austan Leirárdals upp á Skarðsheiðarleið.
Gamla reiðleiðin er vestan í Lambagili, en línuvegurinn er austan í því, meira riðinn nú á dögum.
Förum frá Leirárgörðum meðfram Leirá að vestanverðu norður að Leirárdal milli Geldingaárháls að vestan og Snóksfjalls að austan. Við förum línuveg í sneiðingum til norðausturs utan í Snóksfjalli. Hann tengist Skarðsheiðarvegi í Skarði, norðaustan við tind Snóksfjalls.
8,9 km
Borgarfjörður-Mýrar
Jeppafært
Nálægar leiðir: Katlavegur, Skarðsheiði.
Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH