Leirböð aftur í tízku

Punktar

Samkvæmt grein eftir Vicky Elliott í International Herald Tribune eru baðlækningar að miðevrópskum hætti, svo sem við þekkjum frá Heilsustofnuninni í Hveragerði, annars vegar lindarvatnslækningar og hins vegar leirbaðalækningar, orðnar að tízkuæði í Kaliforníu. Í Evrópu hafa stofnanir af þessu tagi, nú orðið oftast kallaðar samheitinu Spa, löngum verið eftirsóknarverðir dvalarstaðir í sumarleyfum. Kaliforníumenn hafa bætt um betur og bjóða ilmböð og tónaböð, austurlenzka hugleiðslu og jóga og svo auðvitað heilsufæði að hætti þeirra í Hveragerði, þar sem raunar einnig hafa verið stundaðar nálastungur. Allt þetta setja Kaliforníumenn í einn slökunarpakka, sem miðar að því að losa önnum kafið fólk við streitu nútímans.