Leirdalur

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Hafravatnsvegi um Seljadal og Leirdal á Kóngsveginn við Háamel.

Gamli Þingvallavegurinn liggur til austurs rétt sunnan við Miðdal og norðan við Djúpadal. Liggur þar upp á heiðina, krækir suður fyrir Krókatjörn og liggur sú nálægt brúnum dals, sem gengur austur með Grímmannsfelli í stefnu norður af austri. Síðan liggur leiðin um Háamel og áfram austnorðaustur Mosfellsheiði. Þetta er hliðarleið á Kóngsveginum.

Förum af Hafravatnsvegi til norðausturs og fyrir norðan Búrfell og Silungatjörn. Síðan austnorðaustur Seljadal meðfram Seljadalsá upp í Leirdal við austurenda Grímmannsfells. Þar förum við austur og upp á Háamel, þar sem þessi leið mætir Kóngsveginum austur að Skógarhólum.

10,8 km
Reykjavík-Reykjanes

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH