Leirufjall

Frá Leirufirði til Kjósarfjarðar.

Jökuláin í Leirudal heitir Fjörðurinn.

Í árbók FÍ 1994 segir: “Grunnt er fyrir firðinum og útfiri og þornar á leirunum á fjöru. Þá er vel vætt yfir kvíslarnar og má halda yfir Fjörðinn allgóðan spöl innan við Dynjandisá í stefnu á Kjósarháls hinu megin. Á móts við bæjarstæðið á Leiru er farið yfir Fjörðinn á flæði, kallast þar Eyrar og eru þá vöð valin eftir því sem verða vill skáhallt inn yfir leirurnar. Sandkvikur geta leynst í botninum.”

Förum frá Dynjanda vestsuðvestur inn fjörðinn, norðaustur yfir Leiru, norður um Leirufjall í Kjósarfjörð.

5,5 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir göngufólk

Nálægar leiðir: Hrafnfjörður, Dynjandisskarð, Öldugilsheiði, Rjúkandisdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort