Peter Preston segir í Guardian í gær, að leitarvélar vefsins séu farnar að stýra fyrirsögnum blaða til góðs og ills. Leitarstjóri New York Times mæli gegn fyndnum og tvíræðum texta, vilji heldur fyrirsagnir, sem leitarvélar geta skilið og vísað notendum rétta leið. Þetta leiðir til betri skilnings á efni dagblaða, segir Preston, en gerir þau um leið hversdagslegri og heimskari. Preston notar tækifærið og þakkar guði fyrir þá tækni, sem gerir honum kleift að spóla hratt yfir auglýsingar í sjónvarpi. Hann hafi síðast séð auglýsingu fyrir jól.