Brezka frumvarpið gerir ráð fyrir, að bannað sé að birta mynd af bænastund múslima og skrifa þar undir: Leitað að linsum Khomeini erkiklerks! Salman Rushdie hefði ekki mátt skrifa Satansversin. Auðvitað hefði Jyllandsposten ekki mátt birta teikningu af Múhameð spámanni með sprengju vafða í túrban. Frumvarpið felur í sér, að einhver segist vera móðgaður og þá á bannið að taka gildi, gróft dæmi um félagslegan réttrúnað. Brezka þingið gerði rétt og hafnaði þessu. Hins vegar er hugsanlegt, að Alþingi Íslendinga bili í meiðyrðafrumvarpinu.