Leitað að óvinaþjóðum

Punktar

Vænisýki Íslendinga er komin í botn. Pressan hefur atkvæðagreiðslu um, hver sé helzta “óvinaþjóð” Íslendinga. Sama dag les ég, að Hreyfingin vilji ekki sáttasemjara frá Norðurlöndum, því að þar búi óvinir. Með þessu tvennu er meira en nóg komið. IceSave-geggjunin er orðin svo sjúk, að fjölmiðill býður atkvæðagreiðslu um óvinaþjóðir. Svo sjúk, að pólitískt afl getur afgreitt norrænt fólk á einu bretti sem óvini. Slíka vitleysu þola bara þjóðrembdir og vænisjúkir bjánar. Kannski mundu Pressan og Birgitta skána við að fara í kalda sturtu. Með sama framhaldi lendir þjóðin sjálf í ofsakaldri sturtu.