Lekinn segir satt

Punktar

Lekin skjöl úr brezka stjórnarráðinu sýna markvissa lygi Tony Blair til að koma á stríði gegn Írak. Richard Norton-Taylor, sérfræðingur öryggismála hjá Guardian, skrifaði í gær grein í blaðið um skjölin, sem láku. Þau sýna, að brezka leyniþjónustan vissi, að engin stóreyðingarvopn voru í Írak við lok valdaferils Saddam Hussein. Hún varaði stjórnvöld við, að fréttir um slíkt væru uppspuni bandarískra hagsmunaaðila. Skjölin sýna, að þáverandi utanríkisráðherra Breta, Jack Straw, reyndi að hafa vit fyrir Blair, en tókst ekki. Norton-Taylor telur framferði Blair hafa verið glæpsamlegt.