Kenningar um óvenjumikil og ört vaxandi trúaráhrif íslams í löndum múslima eru áberandi í nútímasagnfræði síðustu áratuga. Fjölmennur skóli fræðimanna telur þessa öld munu einkennast af núningi og stríði milli veraldarhyggju og íslams, ekki milli kristni og íslams. Íslam gerist almennt róttækari. Á Vesturlöndum eru 25%-50% múslima sammála ýmsum markmiðum jihadista, þótt þeir taki ekki þátt sjálfir í ofbeldinu. Til dæmis telur helmingur vestrænna múslima, að Evrópa muni fyrr en síðar verða hluti af heimi íslams. Ennfremur hefur komið í ljós víðtæk þöggun hins opinbera um lélega aðlögun múslima að vestrænum siðareglum.