Léleg eftirherma af Lippizaner

Hestar

“Þetta verður ekki vinsælt” eru einu mótbárurnar, sem ég fæ, þegar ég viðra skoðanir mínar á hestakeppni. Þær eru: Hristingsmælar verði settir í alla keppnishnakka. Bætt verði við gangtegundunum lulli og valhoppi, sem öldum saman stóðu undir ferðum Íslendinga. Tölt og skeið verði aðeins riðið við lausan taum að hætti Cavallo. Þyngingar fóta og hófhlífar verði bannaðar, einungis ásláttarlausir hestar notaðir á skeiði. Mínus verði fyrir fótlyftu yfir vinkil. Bönnuð verði keppni á hringvelli. Þannig er hindruð breyting á þolgóða ferðahestinum íslenzka yfir í lélega eftirhermu af Lippizaner.