Léleg landskjörstjórn

Punktar

Ekki mæli ég með, að þingkosningarnar verði ógiltar. Tel hins vegar rétt að erlendar stofnanir fái þær til rannsóknar. Píratar hafa kært ýmis atriði við framkvæmdina. Mun alvarlegri en pappakassarnir, sem ollu því, að Hæstiréttur ógilti kosninguna til stjórnlagaráðs. Léleg landskjörstjórn lærði ekkert af dómi Hæstaréttar. Lætur viðgangast margvíslegt lauslæti við framkvæmdina, svo sem opnar kjördeildir, óinnsiglaða og illa innsiglaða kjörkassa, svo og talningu atkvæða fyrir opnum dyrum. Fari þetta svínarí til hins pólitíska Hæstaréttar lendir hann í vanda vegna fyrra fordæmis. Það er gott á dólgana.