Landsdómur er heppinn að hafa ákveðið að halda yfirheyrslum sínum leyndum fyrir þjóðinni. Yfirheyrslur fara þannig fram, að formaður dómsins þylur spurningar, sem vitni svarar hverri á eftir annarri. Aldrei kemur fyrir, að svar við einni spurningu leiði til annarrar spurningar. Góðir blaðamenn vita hins vegar, að þannig er fyrst hægt að knýja fram svör, sem vitni reyna að leyna. Þuldar yfirheyrslur eru ekki til þess fallnar að knýja fram hulinn sannleika. Þær eru bara léleg drottningarviðtöl. Endurspegla, að íslenzk dómarastétt er ekki starfi sínu vaxin. Spurði Davíð ekki um ástarbréfin.