Lélegir höfundar fjárlaga

Punktar

Fjárlagafrumvarpið er arfavitlaust, enda samið af lélegu liði í ráðuneyti Steingríms J. Sigfússonar. Ekkert var hlustað á hugmyndir um sparnað sjálfs kerfisins, heldur ráðist í að skera þjónustu. Embættismenn virðast vera heilagar kýr. Heilu stofnanirnar eru óþarfar, svo sem Útlendingastofnun. Þar eru tugir lagatækna, sem tæpast mæta í vinnuna. Fækka ætti blýantsnögurum og skriffinnum sem allra mest, en hlífa þjóðinni við rýrari heilsuþjónustu. Þetta er búið að margsegja Steingrími, en hann hlustar ekki á neitt. Enda er allt á hvolfi í flokki hins heyrnardaufa, hálfur þingflokkurinn í andstöðu.