Bandarískir bloggarar segja, að ríkisstjórn George W. Bush sé skipuð mönnum, sem dái stríð, séu lélegir í stríði og beini byssum sínum stundum hver að öðrum. Bók Woodward um afneitun Bush byggist meðal einkum á viðtölum við valdamikla menn, sem skjóta hver á annan og víkja sér undan ábyrgð á styrjöldum við fjarlæg ríki og hruni mannréttinda, sem hafa einkennt einstæðan valdaferil ríkisstjórnarinnar. En hún er hætt að hafa her hér á landi og það skiptir mestu. Við skulum lofa þau örlög kvölds og morgna. Enginn hefur gott af sambúð við ofbeldishneigt heimsveldi.