Lélegur háskóli

Punktar

Með sama framhaldi verður Háskóli Íslands aldrei einn af 300 beztu háskólum í heimi, aldrei einn af 1000 beztu. Lúffar fyrir kröfu kynjafræðinga um, að Jón Baldvin Hannibalsson verði ekki gestafyrirlesari um smáþjóðir. Jón Baldvin veit mikið um það mál, einkum um Eystrasaltsríkin og er áhrifamikill fyrirlesari. Kynjafræði er hins vegar ein af þessum ruglgreinum, sem komnar eru í tízku við skólann. Meiningar um persónulega vankanta mega samt ekki skrúfa fyrir hæfa fyrirlesara. Slíkt er hrein mótsögn við akademíska hugsun. Háskólinn er frægur griðastaður minni háttar fólks og verður seint góður.