Börn lesa ekki lengur. Þau læra lestur, en þjálfa hann ekki á tugum og hundruðum bóka. Tölvuleikir hafa komið í stað bóka. Þeir geta þjálfað hugann, en ekki á sama hátt og bækur gerðu áður. Við erum að rækta kynslóðir, sem ekki notfæra sér bækur. Það mun fljótt hafa megináhrif í samfélaginu. Blöð og tímarit verða minna lesin og auðvitað minna keypt en áður. Texti á vefnum verður styttri og þjappaðri en hann hefur hingað til verið á pappír. Textagerðarmenn þurfa að temja sér stíl, sem tekur mið af óbeit lesenda á að þola froðu. Tími hennar er liðinn.