Lemstraðir lífeyrissjóðir

Punktar

Við höfum ekki séð neitt þessu líkt og við höfum ekki séð neitt enn. Senn skellur fárviðrið á lífeyrissjóðunum. Við töldum, að þeir altryggi eignir, en svo er ekki. Innistæður þeirra eru að hluta í erlendum hlutabréfum, sem lækka mikið í verði. Og að hluta í innlendum hlutabréfum, sem hrynja í vetur. Að hluta í verðlausum skuldabréfum fallít fyrirtækja. Þar á ofan rambar ríkissjóður á hálum ís, kaupir hlutabréf í gjaldþrota banka. Kallar á svipuð kaup í næsta banka, sem fer á hausinn. Skuldabréf ríkisins eru því ekki lengur trygg. Lífeyrissjóðir kunna ekki að verjast slíkum hamförum.