Lesbók Moggans dó í höndunum á Þresti Helgasyni, sem var ritstjóri hennar í átta ár. Góðviljaðir sögðu tímaritið vera postmodern, aðrir sögðu það vera greinasafn fólks, sem hugsaði í hringi. Var fullt af hugtökum og slagorðum úr félagsspeki, sósíólógíu: Reynsluheimur, hliðarsjálf, arkífismi, rafrænt sjálf o.s.frv. Var leiðinlegasta tímarit landsins. Að lokum sáu ritstjórar Moggans ekki tilgang í að halda þessu úti. Létu Þröst hætta og gáfust síðan upp á tímaritinu. Enda geta félagsspekingar kverúlerað heima hjá sér á eigin kostnað. Og látið hina um blaðaútgáfu, sem geta skilað sómasamlegum arði.