Lesist aftan frá

Fjölmiðlun

Mogginn er hannaður til að vera lesinn aftan frá. Eins og í gamla daga, þegar erlendar fréttir voru á forsíðunni og þær læsilegustu voru á bakinu. Nú er forsíðan hrein fréttasíða, en kynningar á efni blaðsins taka stórt pláss á baksíðunni. Ekki eins vitlaust og það virðist vera. Bandarísk rannsókn sýnir, að þriðjungur fólks flettir blöðum og tímaritum aftan frá. Erlend tímarit taka tillit til þessa, setja fyrirsagnakennt efni aftarlega í margra síðu greinar. Mogginn er ekki lengur strætisvagn allra, heldur sérrit eins og flokksblöðin gömlu, góðu. Nú er hann málgagn aftanfrálesara.