Lestrargeta er leyndó

Punktar

Pólitíkusar dósera stundum um, að allt eigi að vera uppi á borði. Þegar á reynir, eru þeir dauðhræddir við þessa hugsjón sína. Vilja ekki, að pakkið sé með nefið niðri í því, sem þeir eru að bjástra við. Gildir auðvitað um meirihluta Bezta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík. Foreldrar mega ekki fyrir nokkurn mun frétta af misjöfnum árangri skóla í lestrarkennslu. Slíkt þykir formanni skólaráðs, Oddnýju Sturludóttur, skelfileg tilhugsun. Af heildartölum má ráða, að í einhverjum skólum geti tæpur helmingur nemenda lesið sér til gagns. En pöpullinn fær ekki neitt að vita, þetta er leyndó.