Lestur er ekki sama og lestur

Fjölmiðlun

Reynir Traustason segir réttilega, að erfitt sé að bera saman lestur seldra dagblaða og fríblaða. Lestur Morgunblaðsins og DV er verðmeiri en tölur sýna, lestur Fréttablaðsins og 24 stunda verðminni. Lestur fríblaða byggist á að grýta þeim í allar áttir í von um lestur. Fólk þarf hins vegar að borga fyrir að fá hin blöðin. Í öðru tilvikinu krækir blaðið í kúnnann og í hinu tilvikinu krækir kúnninn í blaðið. Auglýsendur vilja þó slengja saman þessum tvenns konar lestri. Það skaðar fjárhag seldu blaðanna, enda eru þau á hægu undanhaldi fyrir fríblöðunum. Sala dagblaða er því miður liðin tíð.