Lestur versnandi fer

Punktar

Þegar ég var barn, var talið eðlilegt að kunna að lesa. Afi kenndi mér að lesa fjögurra ára. Fimm ára fór ég í forskóla og sex ára í skóla hjá frægri Kristínu á Bárugötu. Hún kenndi m.a. biblíusögur og landafræði. Ég var búinn að lesa þetta áður, enda var það algengt á þeim tíma. Man svo ekki, hvort ég lærði eitthvað í barnaskóla. Nú er þriðjungur barna talinn vera ólæs sér til gagns, þegar hann er kominn úr barnaskóla. Er sem sagt skemmra á veg komin tólf ára en ég var fjögurra ára. Eitthvað er bogið við þetta annað en tölvan og síminn. Fólk þarf þó að geta lesið á skjáinn eins og pappírinn. Getur ólæst fólk bjargað sér í lífsbaráttunni?