Letifrétt Fréttablaðsins

Fjölmiðlun

Hefðbundið er, að fréttir svari örfáum spurningum: Hver gerði (sagði) hvað, hvar, hvenær, hvernig, hvers vegna og hvað svo? Þetta virðist ekki flókið, en vefst samt fyrir þeim, sem kunna lítið til starfa. Fréttablaðið er fullt af yfirborðsfréttum, sem káfa utan í sumar þessar spurningar, en svara þeim ekki öllum. Blaðið virðist hafa sérstaka fíkn í að fjalla um mig með þessum lélega hætti. Sennilega af því að ég kenni blaðamennsku. Í dag birtir það letifrétt um sex málaferli, þar sem ég kem við sögu í þremur tilvikum af sex. Þar er ekki svarað spurningunum: Hvernig, hvers vegna og hvað svo?