Letingjar í lýðræði

Punktar

Ömurleg þátttaka í í búakosningu í Reykjanesbæ um deiliskipulag kísilvera sýnir alvarlegan galla á beinu, rafrænu lýðræði. Að vísu eru íbúar þar ekki taldir stíga í pólitíska vitið. Settu verstu gaukana í forstöðu sparisjóðsins, gerðu Árna Sigfússon að bæjarstjóra og seldu undan sér helztu innviði samfélagsins. En margir hafa sagt, að beint lýðræði mundi rækta ábyrgð kjósenda. Sú varð ekki raunin. Aðeins 9% kjósenda tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og bara 20% þeirra, sem höfðu heimtað kosninguna. Sýnir hættu á, að lítið brot af kjósendum, 9%, ráði ferðinni í beinu, rafrænu lýðræði að hætti pírata. Fara verður að með gát.