Mest af eignum þessara 1000 manna, 0,3% þjóðarinnar, er stolið með hækkun í hafi, með aðstöðumun í braski. Sanngjarnt, að þær verði meira skattlagðar og sektaðar. Upphæðin notuð til að auka velferð þeirra 30.000, 10% þjóðarinnar, sem hafa verið skildir eftir í fátækt vegna húsnæðisverðs, örorku, veikinda, elli. Ríkisstjórnin fer öfuga leið, léttir skatta á eignagreifum og eykur byrðar á fátæka. Undir forsæti Vinstri grænna arkar hún sömu leið misskiptingar og fyrri ríkisstjórnir. Ég held, að öllum megi vera það ljóst, að við stýrið sitja sáttir hægri greifar. Allir eru þeir bófar, hver með sínum hætti, þar á meðal ráðherrar vinstri grænna.