Léttvægar stefnuskrár

Punktar

Fjölmiðlar leggja vinnu í að bera saman stefnuskrár flokka og draga upp úr frambjóðendum skýr svör um stefnu. Þetta er lofsverð viðleitni, en skiptir því miður litlu máli. Stefnuskrár eru að mestu marklausar. Engu skiptir, hvað menn segjast ætla að gera, heldur hvað þeir hafa verið að gera. Spyrjum um verkin, en ekki um loforðin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd áratugum saman. Við þurfum ekki að vita, hverju hann lofar. Okkur nægir að vita, hvað hann gerði. Mér finnst fjölmiðlar eigi að vara fólk við, þegar þeir fjalla um stefnur. Segja fólki í leiðinni, að þær séu léttvægar.