Leyfum IceSave að klúðrast

Punktar

Bezt væri, að IceSave samningurinn fokkaðist upp vegna tregðu ríkisstjórnar Hollands. Þá mundum við spara okkur að borga IceSave. Við mundum spara okkur að taka lán hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum. Við þyrftum ekki að borga vexti af lánsfé, sem á bara að sofa á vegum Seðlabankans í geymsluhólfi í London. Við eigum nóga peninga í bönkunum fyrir eðlilegar þarfir atvinnulífsins. Stóriðja er bara vesen, sem skilur lítið eftir í landinu. Við þurfum því engin erlend lán. Rangt er gefið í spili Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem er í hlutverki handrukkarans. Hættum þessu spili.