Leyndarhyggjan verði aflögð

Punktar

Leyndarhyggjan var ein helzta forsenda hrunsins. Gerði gullætum og bönkum þeirra og gervifélögum kleift að fela athafnir. Bankaleyndin er veigamesti þáttur leyndarhyggjunnar. Annar mikilvægur þáttur er leyndin, sem hvílir yfir opinberum upplýsingum um fjármál fólks og fyrirtækja. Ekki er hægt að skoða fasteignaskrá og bifreiðaskrá, eignaskrá og skuldaskrá og vanskilaskrá eins og í Bandaríkjunum. Stundum má hér sjá stakar færslur, en ekki skrárnar sjálfar. Allar þessar skrár á að opna og hafa á vefnum. Brýnast er að leggja niður stofnunina Persónuvernd, sem ræktar leyndina, jarðveg spillingarinnar.